Sjúkrabifreið var kölluð til skömmu fyrir hádegi í morgun vegna bráðaveikinda sem upp komu í sumarbústað á Skógarströnd.
Læknir í Búðardal mat ástand sjúklings þannig að ákveðið var að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við sjúkrabifreiðina og tók þyrlan sjúklinginn upp í þyrluna við félagsheimilið Lyngbrekku á Mýrum.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan sjúklingsins á þessari stundu.