Opinn dagur hjá björgunaraðilum Dalabyggðar

0
1019

lukas2Næstkomandi laugardag þann 10.maí munu björgunaraðilar í Dalabyggð efna til opins dags og bjóða af því tilefni Dalamönnum sem og öðrum sem áhuga hafa í heimsókn og sýna þar tæki sín og tól.

Sýningin fer fram við Leifsbúð í Búðardal og hefst hún klukkan 16:00.

Við þetta tækifæri munu sjúkraflutningamenn í Búðardal taka formlega í notkun og hafa til sýnis sjálfvirka hjartahnoðtækið Lucas2 sem þeir hafa staðið í söfnun fyrir undanfarið en sú söfnun gekk framar vonum.

Einnig mæta á svæðið fulltrúar frá Slökkviliði Dalabyggðar og lögreglan ásamt Björgunarsveitinni Ósk.

Allir þessir aðilar munu mæta með tæki sín og tól og hafa til sýnis.

Boðið verður uppá kaffi og hægt verður að kaupa veitingar í Leifsbúð.

Sjáumst við Leifsbúð klukkan 16:00 á laugardaginn.