Laxárvalsinn

0
2528

laxarvalsinnÁ dögunum barst okkur í hendur lag sem ber nafnið Laxárvalsinn en það er samið er af Sveini Pálssyni sveitarstjóra Dalabyggðar en textann við lagið á Jóhannes Haukur Hauksson mjólkurfræðingur og slökkviliðsstjóri hér í Dalabyggð.

Sá sem flytur lagið er enginn annar en Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari en hann er sonur textahöfundar. Um undirspilið sér hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal en gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar er einmitt lagahöfundurinn sjálfur, Sveinn Pálsson sveitarstjóri.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan og horfa á ljósmyndir sem því fylgja en um er að ræða ljósmyndir sem teknar voru af veiðifélögunum Jóhannesi Hauki Haukssyni og Sigurði Jakobi Jónssyni vélvirkja og bónda í Varmahlíð undir Eyjafjöllum þar sem þeir voru við veiðar í Laxá í Dölum.