Hvalreki í Öffersey á Skarðsströnd

0
2311

hvalrekiNú á dögunum rak á land hval við Öffersey á Skarðsströnd.

Það var Bogi Kristinn Magnusen skipulags og byggingafulltrúi Dalabyggðar, A-Barðastrandasýslu og Árneshrepps í Strandasýslu sem sá hvalinn og sendi okkur meðfylgjandi ljósmynd.

Að sögn Boga er um að ræða 7-8 metra langan hnúfubak og var töluverð lykt farin að koma af hræinu að sögn Boga.

hvalreki2Lyktin mun svo líklega eiga eftir að magnast enn frekar er hvalurinn opnast en Bogi segir fuglunum ekki muni leiðast það.