Sauðfé í skoðunarferð við gamla sláturhúsið

0
923

saudfeibudardalÞó svo Dalabyggð sé landbúnaðarhérað og hvert sem litið sé hér í sveitinni megi sjá sauðfé á beit verður það að teljast heldur sjaldgæft að sjá sauðfé á ferð innanbæjar í Búðardal.

Þessi sauðkind sem náðist á ljósmynd í dag ásamt tveimur lömbum sínum hefur hins vegar ákveðið að kíkja í bæjarferð og skoða sig um.  En þegar Ívar Atli Brynjólfsson var á ferðinni í Búðardal síðdegis náði hann meðfylgjandi ljósmynd af kindinni og lömbum hennar þar sem þau voru að skoða gamla sláturhúsið í Búðardal sem nú hýsir starfssemi Sæfrost ehf.

Ekki er vitað hver eigandi sauðfjárins er og ekkert hefur heyrst frekar af ferðum þessarar fjölskyldu en hún sást síðast á Sunnubraut í Búðardal.