Haustfagnaður FSD 2014

0
2109

fsd2014-388x250Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) árið 2014 verður haldinn í Dalabyggð dagana 24.-25. október. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og verið hefur síðustu ár.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

Föstudagur 24. október

Klukkan 12:00 verða opin fjárhús og lambhrútasýning að Skerðingsstöðum í Hvammssveit.

Klukkan 19:30 verður hin árlega sviðaveisla að Laugum í Sælingsdal þar sem í boði verða svið og sviðalappir. Hagyrðingar etja kappi og endar kvöldið með dansleik.

Laugardagur 25. október

Opin fjárhús og lambhrútasýning að Kvennabrekku í Miðdölum. – lambhrútasýning

Klukkan 13:00 verður dagskrá í reiðhöllinni í Búðardal.

– Íslandsmeistaramót í rúningi

– markaður
– vélasýningar
– ullarvinnsla
– veitingar
– barnadagskrá

Klukkan 18:30 verður grillveisla í Dalabúð þar sem grillað verður lambakjöt og verðlaunaafhendingar fara fram ásamt annari dagskrá.

Á miðnætti lýkur svo hátíðinni með stórdansleik þar sem hljómsveitin Á Móti Sól sér um fjörið fram á nótt.

Helstu samstarfs og styrktaraðilar hátíðarinnar eru:

Dalabyggð,
Sláturfélag Suðurlands,
SAH afurðir,
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna,
Jötunn vélar,
KM þjónustan,
Sláturhús KVH,
Ferðaþjónustan Þurranesi,
Landssamtök sauðfjárbænda,
Ferðaþjónustan Seljalandi,
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
Nesoddi,
Vélfang,
MS Búðardal,
Rjómabúið Erpsstöðum,
Hvítidalur,
Ytri-Fagridalur,
Samkaup-Strax,
Eiríksstaðir,
Leifsbúð
Sæfrost ehf.

Hér má sjá myndband frá hátíðinni í fyrra: