Varasamur vegarkafli heyrir sögunni til

0
996
Screen Shot 2016-01-23 at 01.42.15Það er ekki mikið um vegagerð eða samgöngubætur í Dölum þessi misserin – frekar en víðast annars staðar á landinu. Það ber þó að fagna því sem gert er,og ótvírætt bætir vegakerfið og gerir öruggara.
Hér er átt við breytt vegarstæði og bygging tvíbreiðrar brúar yfir Reykjadalsá niður undan Fellsenda í Suður-Dölum. Þetta er snoturt mannvirki sem haganlega er fellt inní umhverfið. Verkið er unnið af fyrirtækinu Borgarverki.

Fullyrða má að allir sem þarna hafa farið um í áranna rás eru þvi fegnir að gamla einbreiða brúin með krappri beygju nánast við norðurenda brúarinnar er ekki lengur til staðar og leiðin orðin bein og greið. Vel að verki staðið. Brúin yfir Haukadalsá er næst.

Umferð um Dali hefur aukist gríðarlega eftir að vegurinn um Þröskulda norðan Gilsfjarðar kom til sögunnar fyrir nokkru árum. Kemur líka fleira til í seinni tíð. Þverun Gilsfjarðar og brú, uppbygging vegar um Svínadal, endurgerð vegar yfir Bröttubrekku o.fl. o.fl. Fjöldi ferða- manna hefur líka margfaldast og ferðamannatíminn lengst til muna. Aukið álag á vegina segir auðvitað til sín og áframhaldandi  samgöngubætur í formi viðhalds og nýframkvæmda því lífsnauðsynleg.
Útrýming einbreiðra brúa er þar ofarlega á blaði.
„Næst í röðinni er brúin yfir Haukadalsá – í núverandi mynd er hún varasöm“ segir Sæmundur Kristjánsson  umdæmisstjóri Vegagerðarinnar.“ Þessi staður er í raun slysagildra og við erum sannarlega heppin að þarna hafa ekki orðið stórslys. Við erum að vinna í því að koma fyrir betri og leiðbeinandi skiltum. Einkum vegna þess að vegurinn inní Haukadal er nánast við brúarsporðinn að sunnanverðu. Þegar ný tvíbreið brú er komin á Haukadalsá og vegarstæðið vonandi breytt ,er einbreiðum brúm ekki fyrir að fara að sunnan og í Búðardal. Bundið slitlag í Laxárdal.
 Nýja brúin yfir Reykjadalsá. Ljósm:Pétur ÁstvaldssonÁ aðalþjóveginum gegnum Dali þar sem umferðin er langþyngst eigum við svo eftir að breikka brýrnar yfir Glerá og Fáskrúð norðan Búðardals.
Allar aðstæður og öryggi vegfarenda kalla á það. Vonandi eru ekki mörg ár í þær framkvæmdir. Annars liggur það ljóst fyrir að í vegagerð á nýju ári verður haldið áfram að leggja bundið slitlag á hluta Laxárdals en sá vegur er orðinn afar fjölfarinn“ segir Sæmundur“.