Ný og glæsileg sjúkrabifreið í Dalabyggð (myndir)

0
1144

nyrsjukrabill2-637x358Segja má að stór dagur hafi verið í sögu sjúkraflutninga í Dalabyggð í dag þó svo að lítið hafi farið fyrir því þegar sjúkraflutningamenn í Búðardal tóku á móti nýrri og glæsilegri sjúkrabifreið af gerðinni Volkswagen Transporter árgerð 2014.

Þessi nýja sjúkrabifreið leysir af hólmi eldri gerð af Volkswagen Transporter bifreið sem var árgerð 2005 og því orðin 10 ára gömul, en hefur í gegnum árin reynst mjög vel í sjúkraflutningum að sögn sjúkraflutningamanna.

En allt hefur sinn tíma og því kominn tími til að endurnýja.

Er þessi endurnýjun ekki síður gleðileg í ljósi þess að ekki er langt síðan var í umræðunni að fækka sjúkrabifreiðum í Dalabyggð en frá þeirri hugmynd var horfið, meðal annars eftir hávær mótmæli heimamanna og starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Dalabyggð.

Ásamt nýju sjúkrabifreiðinni verður sjúkrabifreið af Ford Econoline gerð einnig til staðar en hún er árgerð 2005 og hefur reynst sérstaklega vel þegar veður og færð eru slæm.

Það voru þeir Skjöldur Orri Skjaldarson og Eyþór Jón Gíslason sjúkraflutningamenn sem tóku við nýju bifreiðinni úr höndum Skarphéðins Magnússonar frá Oddsstöðum í Dalabyggð en hann er starfsmaður HVE á Akranesi.

Búðardalur.is óskar sjúkraflutningamönnum í Dalabyggð og Dalamönnum öllum til hamingju með nýju sjúkrabifreiðina en meðfylgjandi eru nokkrar ljósmyndir af nýju bifreiðinni og þeim eldri.

Volkswagen Transporter sjúkrabifreiðin | Ljósm: Eyþór Gíslason

Nýja sjúkrabifreiðin

Séð aftan á samskonar sjúkrabifreið | Ljósm: Búðardalur.isSamskonar sjúkrabifreið.

Séð inní VW Transporter sjúkrabifreið | Ljósm: Búðardalur.isSvona mun nýja sjúkrabifreiðin líta út að innan.

Samskonar sjúkrabifreið og var fyrir endurnýjun. (þessi sjúkrabifreið kom úr Borgarnesi) | Ljósm: Búðardalur.isSamskonar sjúkrabifreið og leyst var af hólmi.

Ford Econoline sjúkrabifreið sem einnig er staðsett í Búðardal | | Ljósm: Búðardalur.isFord Econoline sjúkrabifreiðin sem einnig er í Búðardal.