Brotist inn í Staðarhólskirkju

0
1255

stadarholskirkjaNú nýverið var brotist inn í Staðarhólskirkju í Saurbæ í Dalabyggð.

Þetta kom fram á Facebook síðu Ragnheiðar Pálsdóttur bónda í Hvítadal í Saurbæ en hún er einn sóknarnefndarmanna og staðarhaldara Staðarhólskirkju í Saurbæ.

Ekki er vitað hverjir brutust inn í kirkjuna en þeir sem þarna voru á ferð hafa greinilega gramsað í flest öllu sem hægt var, og sóðað út gólfteppið í kirkjunni að sögn Ragnheiðar.

stadarholskirkja1-300x180 Dyrnar á kirkjunni voru skildar eftir opnar eftir innbrotið og blöktu þær í rokinu þannig að klæðning kirkjunnar fékk að finna fyrir því eins og Ragnheiður orðar það sjálf.

 

 

stadarholskirkja2-300x500Á Facebook síðu Hugrúnar Reynisdóttur bónda á Kjarlaksvöllum í Saurbæ kemur fram að hún telji líklegt að þeir sem hafi brotist inn í kirkjuna hafi borðað þar, sofið, kveikt á kertum, spilað á orgelið og líklega vaskað upp uppúr skírnarskálinni.

Fólk í sveitinni og víðar er sammála um það að hér sé um mjög dapurlegan atburð að ræða og ótrúlegt hversu lágt fólk sem gerir slíka hluti geti lagst.

 

 

stadarholskirkja3-300x500

Þá er óskað eftir því að ef einhverjir hafi orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við kirkjuna eða geti gefið einhverjar upplýsingar um málið setji sig í samband við Lögregluna í Borgarfirði og Dölum í síma 444 0300.

Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem Ragheiður Pálsdóttir tók af ummerkjum eftir innbrotsaðilana.