Viðtal við Eyþór Inga Jónsson frá Sælingsdalstungu

0
2537

eythoringiEyþór Ingi jónsson er einn af þessum frábæru sonum, sonum Dalanna.

Eyþór Ingi er fæddur og uppalinn í Dalasýslu og bjó í Hvammssveit á bænum Miðgarði sem síðar var breytt í Sælingsdalstungu.  Eyþór Ingi bjó í Dölunum til 17 ára aldurs. Hann er sonur hjónanna Jóns Jóels Benediktssonar og Guðrúnar Júlíönu Ingvarsdóttur.

Í æsku var mikil tónlist á heimili Eyþórs en Jón faðir hans er öflugur orgel og harmonikuleikari og spilar Jón í dag með harmonikusveitinni Nikkólínu í Dalasýslu. Hrafnhildur Blomsterberg var einn af fyrstu tónlistarkennurum Eyþórs en hún kenndi honum fyrst á blokkflautu en Eyþóri langaði sjálfum sem ungum dreng að verða saxófónelikari.

Eyþór lærði hjá Kjartani Eggertssyni og Ragnari Inga Aðalsteinssyni tónlistarkennurum á sínum tíma og segist Eyþór einnig eiga Halldóri Þórðarsyni frá Breiðabólsstað á Fellsströnd mikið að þakka varðandi tónlistarkennsluna.

Eyþór nam orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskóla Akraness og lærði síðan orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar og fleiri.

Eyþór lauk Kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og eftir það lauk hann einnig námi í Konsertorganistadeild í sama skóla. Eyþór hefur stjórnað fjölmörgum kórum, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Einnig hefur hann sungið í mörgum kórum. Eyþór hefur kennt við tónlistarskóla á Akranesi, Dalasýslu, Akureyri og Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land.

Að lokum svo eitthvað sé nefnt er Eyþór stjórnandi sönghópsins Hymnodia.

Eyþór er með lítinn frítíma sökum vinnu sinnar en frítímann notar hann mikið til útivistar og ljósmyndunar og eru fugla og náttúruljósmyndir hans löngu orðnar víðfrægar.

En látum Eyþór sjálfan segja okkur sögu sína.

Við hittum hann fyrir á vinnustað sínum í Akureyrarkirkju þar sem hann gaf sér tíma milli æfinga til þess að spjalla.

Ljósmyndavefur Eyþórs