Laxá stendur undir nafni (myndband)

0
2842
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum stendur undir nafni

Segja má að Laxá í Dölum standi vel undir nafni þessa dagana því áin mun vera full af Laxi og veiðist vel.

Veiðin í ánni nú er komin í um 1.300 laxa og hafa verið góðar göngur í hana að undarförnu.
Svo virðist sem toppnum hafi því enn ekki verið náð og því muni þeir sem eiga daga í Laxá framundan reikna
með að verða talsvert varir við nýgengin lax í ánni. Þetta er haft eftir vefmiðlinum Vísir.is.

Á dögunum var Kjartan Arnfinnsson við veiðar í ánni og náði hann frábærum myndum af laxi í ánni en þetta myndband var tekið í Mjóhyl. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Eins og segir hafa rúmlega 1.300 laxar veiðst fram að þessu á fjórar stangir en nú tekur við sex stanga tímabil en Laxá er þekkt fyrir miklar aflahrotur síðsumars. Dæmi eru fyrir því að septembermánuður einn og sér hafi gefið þúsund laxa. 

Erfitt er að segja til um framhaldið  en mjög líklegt er að besti tíminn í Laxá í Dölum sé eftir í ár og gæti Laxá vel farið í 1.700 – 1.800 laxa á þessu tímabili og jafnvel meira.

Þess má til gamans geta að meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 eru 1027 laxar. Minnst 324 laxar árið 1980 en mest árið 1988, þá 2385 laxar.