Allt tiltækt björgunarlið í Dölum ásamt slökkviliði Borgarfjarðar var kallað á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti ökumann á slysadeild Landspítala í Fossvogi en ökumaður var einn i bifreiðinni. Fram kemur á Facebooksíðu lögreglunnar á Vesturlandi að tekið hafi um tvær klukkustundir að ná ökumanni út úr flakinu.
Þá kemur fram á vefsíðu KM þjónustunnar í Búðardal að loka hafi þurft verkstæð þeirra vegna slyssins en allir starfsmenn verkstæðis KM þjónustunnar voru boðaðir á slysstað. Fjórir á vegum Slökkviliðs Dalabyggðar og einn til að sinna dráttarbílaþjónustu.
Skessuhorn.is greinir einnig frá því að annað umferðaróhapp hafi orðið á sömu slóðum í gærmorgun þar sem bifreið hafi verið ekið á brúarhandrið við bæinn Fellsenda. Mun bifreiðin hafa skemmst talsvert en ökumaður hafi sloppið að mestu ómeiddur.