Tveir bílbrunar í desember

0
1317

Það er sem betur fer ekki daglegt brauð að Slökkvilið Dalabyggðar fái útkall vegna bruna eða umferðarslysa en nú í desembermánuði hefur Slökkviliðið fengið tvö útköll vegna bílbruna.

Annars vegar brann bifreið skammt fyrir utan Búðardal fyrir jólin en þar var á ferðinni Harpa Helgadóttir íbúi í Búðardal en hvorki ökumann né farþega sakaði. Slökkviliði var fljótt á staðinn og slökkti í bifreiðinni en hún mun vera ónýt.

Þá birtist frétt á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is þann 27.desember síðastliðinn þess efnis að eldur hafi komið upp í bifreið skammt fyrir utan Búðardal. Þrjú ungmenni munu hafa verið í bifreiðinni en þau sakaði ekki. Bifreiðin mun vera gjörónýt.

Harpa Helgadóttir tók meðfylgjandi mynskeið þegar Slökkvilið Dalabyggðar var við vinnu á vettvangi þegar bifreið hennar brann.