Jökull nýjasti tengdasonur Dalanna

0
7333
Skjáskot af mbl.is smartland

[srizonfbalbum id=1]

Nýjasti tengdasonur Dalanna hefur litið dagsins ljós en það mun vera hinn geðþekki söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, Jökull Júlíusson.

Hin heppna kærasta Jökuls er Thelma Fanney Magnúsdóttir, Magnúsar Jónssonar og Elísabetar Svansdóttur. Ekki þarf að hafa orð á því að Jökull er líka heppinn með kærustuna.

Í frétt á vef Smartlands hjá mbl.is kemur fram í dag að þau Jökull og Thelma hafi ekki látið sig vanta á Þorrablót Aftureldingar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Fyrirsögn fréttarinar er „Jökull mætti með kærustuna frá Búðardal“ .

Fréttina á mbl.is má lesa hér.

Í spilaranum hér fyrir neðan má svo hlusta á eitt af vinsælli lögum með hljómsveitinni Kaleo, Way Down We Go.