Skógarstrandarvegur út

0
2184

Eins og flestum landsmönnum er kunnugt er samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi Íslendinga í október síðastliðinum orðið marklaust plagg þar sem núverandi ríkisstjórn hefur skorið áætlunina niður um 10 milljarða.

Þetta gerir það að verkum að mörg verkefni sem voru áætluð til framkvæmdar á þessu ári hafa verið slegin út af borðinu. Eitt af þessum verkefnum eru endurbætur á veginum um Skógarströnd eða Skógarstrandarvegi eins og hann er kallaður. Um er að ræða vegarkaflan sem tengir Dalabyggð við Snæfellsnes, vegurinn á milli Búðardals og Stykkishólms. Gríðarleg aukning hefur orðið á umferð um umræddan vegarkafla síðastliðin ár og er aukning ferðamanna þar helsta ástæðan.

Vegagerð í Dölum

Mjög mikið hefur verið um umferðarslys og óhöpp á vegarkaflanum undanfarin ár og má rekja þau öll til slæms ástands vegarinns og því má leiða að því líkum að umferðarslysum muni síður en svo fækka á Skógarstrandarvegi ef fram heldur sem horfir í fjölgun ferðamanna.

Margir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar og mótmælt hefur verið í fjölmiðlum en einnig tóku íbúar í Berufirði á Austfjörðum til sinna ráða á dögunum og lokuðu veginum í Berufirði í mótmælaskyni vegna ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í Berufirði stóð til að leggja bundið slitlag á eina vegarkaflann á hringvegi 1 sem enn er malarvegur en það hefur nú verið slegið út af borðinu líkt og áætlaðar umbætur á Skógarstrandarvegi.

Sjá frétt frá Vísir.is um málið.