Gleðin sem gjöf

0
1868
Gleðin sem gjöf
Gleðin sem gjöf

Steinunni Matthíasdóttur í KM-Þjónustunni í Búðardal þarf varla að kynna fyrir Dalamönnum en hún er löngu orðin þekkt fyrir ljósmyndir sínar hvort sem er af landslagi Dalanna eða af Dalamönnum í leik og starfi. Ljósmyndir Steinunnar, tækni hennar og hugmyndaflug við myndatökurnar hafa vakið verðskuldaða athygli og hefur Steinunn unnið til verðlauna fyrir myndir sýnar.

Steinunn opnar í dag í Gerðubergi 3-5 í Breiðholti í Reykjavík ljósmyndasýningu sem ber yfirskriftina „Gleðin sem gjöf“. Sýningin hefst eins og fyrr segir í dag kl.14:00 og stendur til 14.maí næstkomandi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 9-18 og um helgar frá kl.13-16.

Flickr síða Steinunnar

Viðtal við Steinunni í þættinum Landinn á RÚV árið 2015