Vilt þú vinna 50.000 kr?

0
1993
Skjáskot úr vefmyndavélinni í Búðardal

Langar þig að vinna þér inn 50.000 kr í beinhörðum seðlum? Ef þú hefur áhuga á því þá skaltu stilla þér upp fyrir framan vefmyndavélina sem staðsett er á KM-Þjónustunni í Búðardal og veifa í hana milli klukkan 18:00 og 18:10 í dag og þú gætir orðið sá sem við gefum 50.000 kr.

Þetta gerum við í tilefni þess að vefurinn okkar er kominn með nýtt útlit og vegna þess að á þessum degi fyrir 5 árum var vefmyndavélin sett upp.

Til þess að við vitum hver þú ert þarft þú að standa kyrr á sama stað í 2 mínútur svo að við getum séð hver þú ert og til þess að við getum tekið ljósmynd af þér.

Vinnur þú 50.000 kr í kvöld?

Skoða vefmyndavélina í Búðardal.

Uppfært:
Að sjálfsögðu var hér um að ræða aprílgabb og ekki er vitað til þess að neinn hafi gengið í gildruna að þessu sinni.