Það voru hressir ungir krakkar sem tóku þátt í pásakleik Búðardalur.is og KM-Þjónustunnar í Búðardal í dag.
Fyrsta páskaeggið var falið á bakvið sláturhúsið og það voru þau Ísak, Katrín og Eysteinn sem fundu eggið. Vísbending var gefin með því að myndbandi úr dróna var streymt á facebook síðu Búðardalur.is og var drónanum flogið á þann stað þar sem eggið var.

Síðan voru fleiri egg falin, meðal annars á tjaldsvæðinu og við Mjólkurstöðina. Það voru líka þær Daniella og Dagný Sara sem duttu í lukkupottinn og fundu páskaegg.
Búðardalur.is óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.
Myndböndin frá drónanum má sjá hér fyrir neðan.
Posted by Búðardalur.is | Menningarmiðja Dalanna on 14. apríl 2017
Posted by Búðardalur.is | Menningarmiðja Dalanna on 14. apríl 2017