Vilja Dalamenn snappa?

0
3150

Einn vinsælasti samfélagsmiðill dagsins í dag er án nokkurs efa snjallsímaforritið Snapchat. En hvað er snapchat og hvernig virkar það?

Forritið virkar þannig að notendur skiptast á að senda myndir og myndskeið sín á milli í allt að 10 sekúndur. Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum í svokallaða “My Story”, en það er sýnilegt öllum sem eru vinir þínir á Snapchat í allt að 24 klukkustundir.

Nú hefur Búðardalur.is áhuga á því að kanna hvort Dalamenn, hvar svo sem þeir eru staddir í veröldinni séu tilbúnir í það að taka þátt í því að búa til skemmtilegan vettvang þar sem Dalamenn skiptast á að vera með Dalamanna snappið og gefa þannig öðrum Dalamönnum möguleika á því að fylgjast tímabundið með því sem viðkomandi er að fást við í sínu lífi. Það skiptir engu máli hvar viðkomandi er eða hvað hann er að gera, allt á erindi.

Hvort sem viðkomandi er heima í Dölunum við sín daglegu störf eða er brottfluttur og það sem hann er að vinna við í dag eða gera í sínum frítíma, allt er áhugavert viðfangs. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er heiðarleiki og að viðkomandi telji sig Dalamann og sé stoltur eða stolt af því.

Þeir sem vilja taka snappið að sér og taka þannig þátt eru vinsamlegast beiðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst í netfangið budardalur@budardalur.is eða senda okkur skilaboð á Facebook.

Sem dæmi um vinsælar snapcaht stjörnur á Íslandi má nefna þær helstu hér:

Garðar „Gæi“ Viðarsson = iceredneck
Snorri Rafnsson = vargurinn
Reyndur bóndi = eldribondi
Ungur Bóndi-Samtök ungra bænda = ungurbondi
Hjálmar Örn = hjalmarorn
Skúli Jóa = skulijoa
Aron Már = aronmola