Malbikun í Búðardal

0
2327

Á næstu dögum verður ráðist í malbikun á stóru svæði í Búðardal. Eru þetta stærstu malbikunarframkvæmdir sem hefur verið farið í í Búðardal.

Vesturbraut verður malbikuð frá gatnamótum við Brekkuhvamm og að gatnamótum við Sunnubraut, um þennan kafla sér Vegagerð Ríkisins. Samkaup og N1 standa að malbikun á planinu hjá sér og MS nýtir tækifærið og lætur malbika hjá sér. Dalabyggð lætur malbika „Fjósabrautar“ til að afmarka hana betur frá vörubílastæði.
„Fjósabraut“ liggur frá Vesturbraut og framhjá Blómalindinni að Fjósum.

Hér má sjá gatnamót Vesturbrautar og Brekkuhvamms.

Nú þegar er undirbúningur hafinn og hafa niðurföll og brunnlok verið losuð upp. Við bensíndælur N1 hefur verið fjarlægð umferðareyja sem verður endurnýjuð að malbikun lokinni. Um miðja þessa viku mætir malbikunarflokkur frá Hlaðbæ Colas og hefst handa.

Í fyrra sumar var lögð klæðning á Vesturbraut sem reyndist gölluð og er að mestu leyti farin af nú ári síðar. Með malbikun fæst endingabetra slitlag, minni umferðarhávaði og minni malarburður frá götu.