Í sumar hefur ásýnd Búðardals tekið stakkaskiptum með hinum ýmsu betrumbótum.
Eins og Skessuhorn fjallaði um fyrr í sumar hefur Svavar Garðarsson látið til sín taka þegar kemur að útliti bæjarins með skemmtilegum viðbótum. Blómum og plöntum hefur verið plantað í beð og potta um allan bæ sem og hugverk á palli við Vesturbraut. Þessar umbætur hafa lífgað uppá bæinn til muna. Hér má lesa umfjöllun Skessuhorns. Sveitarfélagið veitir styrki í sjálfboðaliðaverkefni á ári hverju. Þá borgar Dalabyggð efniskostnað en sjálfboðaliðar sjá um þá vinnu sem þarf.





Eins og fjallað var um hér voru vegamiklar malbikunarframkvæmdir í Búðardal í ágústmánuði. Á myndunum hér að neðan má sjá hversu mikil breyting varð á ásýnd bæjarins við þessar framkvæmdir.




Við tjaldsvæðið setti Dalabyggð upp ný skilti í sumar þar sem fallegt kort af Dalabyggð nýtur sín vel. Á öðru skilti má svo sjá útskýringar og nánari upplýsingar um ferðamannastaði og þjónustu á svæðinu. Kortin er einnig hægt að nálgast á sveitastjórnarskrifstofu og eru þau á ensku.
