Betrumbættur Búðardalur

0
2363

Í sumar hefur ásýnd Búðardals tekið stakkaskiptum með hinum ýmsu betrumbótum.

Eins og Skessuhorn fjallaði um fyrr í sumar hefur Svavar Garðarsson látið til sín taka þegar kemur að útliti bæjarins með skemmtilegum viðbótum. Blómum og plöntum hefur verið plantað í beð og potta um allan bæ sem og hugverk á palli við Vesturbraut. Þessar umbætur hafa lífgað uppá bæinn til muna. Hér má lesa umfjöllun Skessuhorns. Sveitarfélagið veitir styrki í sjálfboðaliðaverkefni á ári hverju. Þá borgar Dalabyggð efniskostnað en sjálfboðaliðar sjá um þá vinnu sem þarf.

Birki tré og blóm við beðum við Ægisbraut.
Skemmtileg blómaker sem finnast víða um bæinn.
Útstilling við Vesturbraut.
Hugverkið Stefnumót eftir Svavar Garðarsson frá Hrísbóli við Vesturbraut.
Hugverkið krefur áhorfandann til að búa sjálfan til það sem uppá vantar í heildarmyndina, áhorfandinn sjálfur býr því til sína eigin útgáfu af sögunni á bak við verkið.

Eins og fjallað var um hér voru vegamiklar malbikunarframkvæmdir í Búðardal í ágústmánuði. Á myndunum hér að neðan má sjá hversu mikil breyting varð á ásýnd bæjarins við þessar framkvæmdir.

Nýmalbikuð „Fjósabraut“ liggur framhjá Blómalindinni og vörubílaplaninu við Vesturbraut.
Nýmalbikuð Vesturbraut sem og plan hjá Samkaup Strax og N1.
Vesturbraut til suðurs.
Séð frá gatnamótum við Sunnubraut út Vesturbraut. Hægra megin á myndinni má sjá glitta í verkefni Svavars.

Við tjaldsvæðið setti Dalabyggð upp ný skilti í sumar þar sem fallegt kort af Dalabyggð nýtur sín vel. Á öðru skilti má svo sjá útskýringar og nánari upplýsingar um ferðamannastaði og þjónustu á svæðinu. Kortin er einnig hægt að nálgast á sveitastjórnarskrifstofu og eru þau á ensku.

Skiltið við tjaldsvæðið.