Réttarball 2017

0
2871

Næstkomandi laugardag, 16. september verður haldið réttarball í Tjarnarlundi. Á árum áður var rík hefð fyrir réttarballi í Tjarnarlundi en í kringum árið 2000 datt hún upp fyrir. Árið 2011 var síðan slegið upp réttarballi og hefur verið nánast árlega síðan. Á þessum ellefu árum voru þó yfirleitt réttarböll í öðrum félagsheimilum

Í ár treður Hljómsveitin Sue upp og mun halda uppi stuði fram eftir nóttu. Hljómsveitin Sue var formlega stofnuð í ágúst 2015 og hefur komið reglulega fram á höfuðborgarsvæðinu, á opnum klúbbum sem og lokuðum viðburðum. Auk þess hefur hún komið fram á ýmsum viðburðum hér í grendinni:

Hamingjudagar í Hólmavík – 2016.
Reykhólar – Þorrablót – 2017.
Árblik  – Þorrablót – 2017.
Góugleði Hólmavík – 2017.

Hljómsveitin Sue

Hljómsveitina skipa þeir Óskar Valdimarsson (trommur og söngur), Ásgeir Kristján Guðmundsson (söngur), Sigmar Rafnsson (gítar og söngur), Kristofer Kristofersson (bassi og söngur) og Hannes Jónsson (gítar og söngur). En Óskar mun vera frá Reykhólum.

Lolli í Magnússkógum mun stíga á stokk og taka nokkur lög með þeim.

Nú er um að gera að rífa fram dansskóna og tjútta á þessu reynslumikla gólfi! Ekki skemmir fyrir að ungmennafélagið Stjarnan fagnar 100 ára afmæli á árinu.

Ballið byrjar klukkan 23.00 og stendur til 03.00. Húsið opnar kl 22.00.
3000 krónur inn og 18 ára aldurstakmark.