Vínlandssetur í Leifsbúð

0
2670

Í dag, 25. október 2017, skrifuðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir viðaukasamning við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, viðaukasamning við samning um sóknaráætlun svæðisins. Greint var frá þessu á vef Stjórnarráðs Íslands, hér.

Samningurinn á að styrkja sóknaráætlun Vesturlands með því að veita ferðaþjónustu í Dalabyggð sérstakt framlag. Framlagið nýtist til uppbyggingar Vínlandsseturs í Leifsbúð sem vonandi eflir enn frekar ferðaþjónustu á svæðinu, verkefnið er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Eiríksstaðanefndar og aðstandenda Landnámsseturs í Borgarnesi.

Síðustu ár hefur störfum í sveitarfélaginu fækkað og er fjárveting þessi byggð á stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017. Vísar þessi fjárveiting þá sérstaklega í sértækar aðgerðir á varnarsvæðum og áhersla löggjafans um að sérstaklega skuli hlúa að svæðum þar sem fólksfækkun er langvarandi, atvinnuleysi sé til staðar og atvinnulíf sé einhæft.

Þess má vænta að þetta verkefni verði samfélaginu til góðs á margan hátt bæði í uppbyggingu þess og þegar setrið opnar.