Ida María snappar

0
1745
Ljósmynd af Facebook síðu Idu Maríu

Ida María Brynjarsdóttir verður næst með Dalamanna snappið og verður gaman að fylgjast með henni. Ida María er dóttir Önnu Lísu Hilmarsdóttur og Brynjars Bergssonar sem eru bændur á Refsstöðum í Borgarfirði.

Þær Anna Lísa og Ida María eru því fyrstu mæðgurnar sem taka að sér Dalamannasnappið, flott hjá þeim mæðgum og vonandi fáum við að sjá þær báðar hér aftur fljótlega.

Ida María er búsett í Danmörku ásamt kærasta sínum Eysteini Erni Stefánssyni sem einnig getur kallað sig Dalamann en hann er ættaður frá Hornstöðum í Laxárdal. Eysteinn hefur sjálfur verið skemmtilegur og duglegur snappari á „Ungur Bóndi“ snappinu og „Reyndur bóndi“ snappinu.

Þökkum Idu Maríu fyrir að gefa okkur innlit inn í líf hennar og Eysteins og bjóðum hana velkomna aftur síðar.