Kveikt á jólatrénu

0
1865

Í dag 4. desember var kveikt á jólatrénu í Búðardal. Sveinn Pálsson sveitastjóri leiddi niðurtalningu að lokinni stuttri ræðu og tvær ungar dömur tendruðu svo á trénu. Að því loknu var sungið og dansað í kringum jólatréð við harmonikkuspil Kristjáns Inga Arnarssonar.
Þrír kátir jólasveinar létu sjá sig og sprelluðu með börnum og fullorðnum og dreifðu sælgæti.

Íbúum gafst svo tækifæri til að hlýja sér með kakói, kaffi og piparkökum í Dalabúð eftir skemmtunina í boði skátanna.