Fyrstu lömb vorsins borin í Dölum

0
2318
Fyrstu lömb þessa vors eru frá Spágilsstöðum í Dalabyggð (14.mars 2018)
Ljósmynd: Sigurður Sigurbjörnsson (Búðardalur.is)

Fyrstu lömb þessa vors sem vitað er um hafa litið dagsins ljós þetta árið en þau komu í heiminn miðvikudaginn 14.mars síðastliðinn hjá bændunum á Spágilsstöðum í Dalabyggð.

Víð kíktum í stutta heimsókn um liðna helgi í fjárhúsin og heimsóttum lömbin og tókum nokkrar myndir af þeim.

Ljósmynd: Sigurður Sigurbjörnsson (Búðardalur.is)

Ærin sem bar svo snemma þetta árið er í eigu Gísla Þórðarsonar bónda á Spágilsstöðum en ærin bar þremur lömbum. Hún samþykkti þó ekki öll lömbin og því þurfti eitt þeirra að fara í fóstur á annan bæ í Laxárdal en þar hafði ær borið einu lambi sem drapst og náðist að venja lambið frá Spágilsstöðum undir þá ær sem tók lambinu fagnandi.

Þennan yndislega vorboða sem mjóróma jarm nýfædds lambs er má hlusta á hjá þessum nýfædda flekkótta hrút í spilaranum hér fyrir neðan.