Mikil snjókoma og alhvít jörð 20.maí

0
1378
Ljósm: Guðrún Konný Pálmadóttir

Veturinn hefur heldur betur ekki ætlað að gefa eftir fyrir sumrinu þetta árið eins og landsmenn allir hafa virkilega fundið fyrir. Landsmenn eru orðnir það langþreyttir að nú heyrist á samfélagsmiðlum að fólk panti sér utanlandsferðir með stuttum fyrirvara til að komast í betra veður á meðan beðið er eftir sumrinu á Íslandi.

Skjáskot. Búðardalur 20.maí kl.00:00

Það eru þó ekki allir sem getað leyft sér að fara af landi brott en það eru bændur og þá helst fjárbændur en nú stendur sauðburður sem hæst í sveitum landsins. Þau lömb sem hafa verið komin út í kalt Dalavorið fengu heldur betur að kynnast vetrinum síðastliðinn sunnudag þegar snjóaði þannig að allt varð hvítt og tók ekki upp fyrr en daginn eftir.

Vonandi var þetta síðasta inngrip vetrarinns og betri tíð með blóm í haga framundan. Meðfylgjandi ljósmynd tók Guðrún Konný Pálmadóttir frá heimili sínu í Búðardal.