Riðu til hátíðarmessu í Hjarðarholti

0
2940

Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs var efnt til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju í dag.

Sr. Anna Eiríksdóttir sóknarprestur Dalaprestakalls sá um athöfnina en athöfnin var sniðin að tilefni dagsins og var með hressilegu yfirbragði.

Halldór Þorgils Þórðarson leiddi söng ásamt kirkjukór Dalaprestakalls og Gissur Páll Gissurarson stórtenór söng einsöng.

Félagsmenn í hestamannafélaginu Glað komu ríðandi fánareið til messu frá hesthúsahverfinu í Búðardal í blíðskaparveðri til Hjarðarholtskirkju.

Að messu lokinni var boðið uppá kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar félagsmenn Glaðs komu ríðandi í Hjarðarholt.

Nánar má kynna sér félagsstarf hestamannafélagsins Glaðs á heimasíðu þeirra www.gladur.is