Fyrsta lamb vorsins í Dölum

0
2014

Fyrsta lamb þessa vors sem vitað er um leit dagsins ljós þann 3.apríl hjá bændunum á Spágilsstöðum í Laxárdal í Dölum.

Ærin sem bar svo snemma þetta árið er í eigu Gísla Þórðarsonar bónda á Spágilsstöðum.

Fyrstu lömb vorsins komu einnig á Spágilsstöðum í fyrra vor en þá mun fyrr eða um miðjan mars. Þá heimsóttum við Spágilsstaði og tókum upp jarmið í nýfæddu lambinu sem óneitanlega er einn af vorboðunum ljúfu.