Dalastelpur tilnefndar – Sögur verðlaunahátíð barnanna

0
2349
Elna Rut Haraldsdóttir og Gróa Margrét Viðarsdóttir - Ljósm: Fanney Þóra

Dalastelpurnar og vinkonurnar Elna Rut Haraldsdóttir og Gróa Margrét Viðarsdóttir hafa verið tilnefndar til verðlauna á Sögur – verðlaunahátíð barnanna sem fram fer í Hörpu í kvöld. Tilnefninguna hlutu þær fyrir handrit að leikriti sem þær sömdu.

Það verður því gaman að sjá hvort þær stöllur vinni til verðlauna í kvöld en hátíðin verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu á RÚV og hefst útsendingin klukkan 19:45.

Gangi ykkur vel stelpur !