Leikbræður – Bítlar Dalanna

0
1808

Þorrakórinn í Dalabyggð var stofnaður að Staðarfelli þann 4.febrúar árið 1962. Í dag eru um það bil 25 manns í kórnum. Á árum áður þegar Ragnar Ingi Aðalsteinsson bjó í Dölum voru farnar reglulegar Þorrakórs ferðir. Í þessum ferðum var ætíð mikil gleði og gaman. Ragnar Ingi hefur ritað og haldið utan um ferðasögur Þorrakórsins og er ætlunin að birta þær sögur og þær stökur sem búnar voru til í ferðinni, en yfirleitt urðu vísurnar og stökurnar búnar til á staðnum.

Unnið er að því að skanna inn ferðasögur Þorrakórsins og er vonast til þess að geta birt fyrstu útgáfuna hér á síðunni í júní 2012.

Hljómplata Leikbræðra

Meðan kvartettinn starfaði komu út sex lög með honum á hljómplötu, en LP-plata með 14 lögum var gefin út af SG hljómplötum 1977; geisladiskur kom svo 1996. Leikbræður komu fram á ýmsum skemmtunum víða um land á ferli sínum og héldu glæsilegan konsert í Gamla bíói í nóvember 1952. Meðal kunnustu laga þeirra, sem enn heyrast á öldum ljósvakans, eru Hanna litla, Nú ertu fjarri, Borgin við sæinn og Linditréð.

 

Leikbræður - Bítlar Dalanna
Leikbræður – Bítlar Dalanna

Árið 1990 stóðu Leikbræður fyrir útgáfu nótnabókarinnar Söngbræðralög, í minningu Carls Billich. Bókin hefur að geyma 40 lög sem Carl útsetti fyrir kvartett og píanó, jafnt Leikbræður sem aðra söngkvartetta og var hún endurútgefin 2007.

Nú er í undibúningi útgáfa með sögu Leikbræðra og tónlist þeirra. Það eru fjölskyldur þeirra Leikbræðra sem standa að útgáfunni. Verkefnið mun verða kynnt síðar á vefsíðunni www.leikbraedur.is