Leiklist í Dölum

0
1809
Leiklist í Dölum

Í árafjöld hefur leiklist verið stunduð í Dölum eða allt frá því að sett voru upp leikrit í gamla Kaupfélagsskúrnum sem byggður var árið 1897 af Verslunarfélagi Dalasýslu. Kaupfélagsmenn versluðu í þessum skúr frá stofnun K.Hv árið 1900 fram til 1918 er þeir keyptu vöruhúsið af Boga kaupmanni.

Þegar leiksýningar voru settar upp í Kaupfélagsskúrnum voru vörurnar í skúrnum fluttar yfir í sláturhúsið sem var þar rétt hjá – skúrinn þrifinn og tjaldaður innan. Til dæmis var leikritið “Skugga Sveinn” sýnt tvisvar eitt kvöldið því slík var aðsóknin að skúrinn rúmaði aðeins helming gesta. Ekkert vit var í því að gestir þyrftu frá að hverfa og heimsóttu því þeir sem komust ekki á fyrri sýninguna vini og kunningja í þorpinu meðan á sýningu stóð. Síðan var önnur sýning sett á svið einhvern tíma upp úr miðnættinu.

Fyrsta leiksýning Leikfélags Laxdæla mun hafa verið haldin árið 1971.

Heimild:
Skúli Hlíðkvist Jóhannsson

[Best_Wordpress_Gallery id=“9″ gal_title=“Myndir frá Dalamönnum“]