Slökkvilið Dalabyggðar kallað að Blönduhlíð

0
1416

sjukrabillSlökkvilið Dalabyggðar var kallað nú fyrir stundu að bænum Blönduhlíð í Hörðudal vegna tilkynningar um eld.

Í ljós koma að eldurinn logaði í sumarhúsi sem stendur vestan við sjálft íbúðarhúsið. Að sögn heimildarmanns Búðardalur.is er búið að ráða niðurlögum eldsins en engin mun hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Ekki er vitað hversu mikið tjónið er eða hver eldsupptök voru. Þó mun slökkvilið hafa fjarlægt ísskáp út úr húsinu. Slökkvilið Dalabyggðar er enn á vettvangi þegar þetta er skrifað.