Þar héldu fjallkonan og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis ræður en að því loknu var boðið uppá kaffi og með því í Dalakoti. Á meðan hoppaði ungviðið í hoppukastala sem blásin hafði verið upp fyrir utan. Það var Eyþór Jón Gíslason sem stjórnaði dagskránni fyrir hönd hestamannafélagsins Glaðs.
Síðdegis var svo boðið uppá stórtónleika í Dalabúð með Ragnari Bjarnasyni í fararbroddi en ásamt honum komu fram Daladrengirnir Ríkharður Jóhannsson (Rikki í Gröf) á saxófón, Halldþór Þórðarson á harmoniku, Þorkell Cýrusson á gítar, Jónas Guðmundsson á bassa, Jón Benediktsson á harmoniku, Jóhann Ríkharðsson á trommur, Hilmar Óskarsson á gítar og Þorgeir Ástvaldsson sem spilaði á píanó og fylgdi Ragnari eftir í söng hans.
Búðardalur.is þakkar Ragnari Bjarnasyni kærlega fyrir að gefa sér tíma á þessum hátíðardegi til að kíkja í heimsókn í Dalina og skemmta gestum í Dalabúð. Einnig þökkum við Einari K.Guðfinnssyni forseta Alþingis fyrir komuna og fyrir að halda hátíðarræðu á þessum degi. Ræðu Einars má nálgast hér fyrir neðan ásamt stuttu myndskeiði frá deginum.