Týndir þú hjólinu þínu?

0
668

Mikil veðurblíða er í Dölum í dag og frábært veður til útivistar.

Ungir drengir sem voru að njóta veðurblíðunnar á bryggjunni í Búðardal í dag ráku augun í reiðhjól í sjónum skammt frá bryggjunni.

Nú er spurning hvort einhver sakni reiðhjóls eða viti um einhvern sem hefur tapað reiðhjólinu sínu.

Reiðhjólið virðist vera nýlegt og blátt að lit eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum sem teknar voru í dag á bryggjunni í Búðardal.