Inntak Laxdælasögu – Gylfi Pálsson tók saman

0
2795

Laxdælasaga er ein þekktasta Íslendingasagan en aðalsögusvið hennar er í Dalasýslu.

Búðardalur.is fékk nú fyrir skömmu senda höfðinglega sendingu sem er svokallað inntak Laxdælasögu eða samantekt hennar.

Það var Gylfi Pálsson þýðandi og þulur sem setti sig í samband við vefinn og sendi okkur samantektina.

Aðspurður sagðist Gylfi hafa fundið samantektina í einni af tiltektum sínum og hafi hann ákveðið að best væri að koma henni fyrir hjá Búðardalur.is þannig að áhugasamir gætu hugsanlega nýtt sér hana til gagns en einnig gamans.

Við þökkum Gylfa kærlega fyrir að hugsa til okkar og deila þessari vinnu til okkar og leyfa okkur hinum að njóta.

Inntak Laxdælasögu má finna neðst hér:Inntak Laxdælasögu

Um Gylfa Pálsson:

Margir af eldri kynslóðinni og þeirri yngri sem náðu að upplifa VHS myndbandstímabilið muna sjálfsagt vel eftir Gylfa þar sem hann birtist á skjánum í upphafi allra bíómynda með grænan, gulan já eða rauðan miða á skjánum hjá sér og sagði „Að horfa á myndband er góð skemmtun . . . o.s.frv.“