Frábært viðtal við Ragnar Þorsteinsson kennara

0
2912

ragnarthorsteinssonHér er á ferðinni frábært viðtal við Ragnar Þorsteinsson kennara, en Ragnar fæddist í Ljárskógarseli í Laxárdal. Ragnar bjó um tíma í Þrándarkoti og var vetrarmaður hjá Sigurði Hólm Sæmundssyni bónda í Gröf. Ragnar var um árabil kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði.

Viðtalið við Ragnar tekur Sæmundur Þorsteinsson sem einnig tengist Dölunum. Viðtalið fór fram árið 1996 í myndveri sem þá var uppi í Hamraborg í Kópavogi og bar nafnið Hamarinn.

Búðardalur.is þakkar Þóri Steingrímssyni fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni kærlega fyrir að fá að birta viðtalið við Ragnar en Þórir á veg og vanda af því að birta þetta viðtal sem hann sá um upptöku á árið 1996.