Landbúnaður er ein mikilvægasta grein sem stunduð er á Íslandi og er undirstaða matvælaframleiðslu.
Í yfirlýsingu bænda á vef Bændablaðsins kemur fram að landsmenn allir eigi landbúnaðinn saman og þess vegna eigi hann að vera aðgengilegur öllum, bændur hafi ekkert að fela.
Ein af þeim fjölmörgu sem kynntu starfsemi sína og framleiðslu í Hörpu um liðna helgi voru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum.
Við stöldruðum við í básnum hjá Þorgrími og áttum við hann stutt spjall.