Veiðileyfi í Ljárskógavötn

0
3397

ljarskogavotnAllflestir veiðimenn þekka Ljárskógavötn í Dölum en það eru vötnin Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn og Neðstavatn.

Neðstavatn er í 142 m hæð yfir sjó og 0,48km² , Miðvatn er í 165 m hæð yfir sjó og 0,36km² . Fremstavatn er minnst en stutt er á milli vatnanna sem Þverá tengir og rennur síðast úr Neðstavatni í Fáskrúð.

Veiðin í vötnunum er urriði og bleikja og fiskurinn er vænn. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður í vötnin. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 150 km um Hvalfjarðargöng og um 29 km frá Búðardal.

Veiðileyfi eru seld í vötnin í verslun Samkaupa í Búðardal en þar er einnig hægt að fá kort af svæðinu.