Sæmundur hefur ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi á afmælisdaginn en í kvöld fer einnig fram 62.þorrablót Laxdæla sem haldið er í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Sæmundur hefur ákveðið í tilefni af afmæli sínu að greiða niður aðgangseyri um helming fyrir hvern þann sem kemur á þorrablótið og gefa þannig til samfélagsins.
Sæmundur segir það hafa verið ákveðið fyrir margt löngu að halda uppá áfangann og því hefði það verið auðveld ákvörðun að slá afmælisveislunni saman við þorrablótið og fagna þannig áfanganum með fjölskyldunni, ættingjum, vinum og samferðamönnum.
Þess má geta að fyrir þorrablótið býður Sæmundur ættingjum, vinum og kunningjum uppá fordrykk milli klukkan 18:00 og 19:30 í Dalakoti.
Ljósmyndirnar sem Sæmundur deildi fyrstur manna með Dalamönnum hér á síðunni má finna hér.
Þá má einnig finna hér fyrir neðan tvö myndbönd sem gerð voru fyrir þorrablót Laxdæla árið 2013 en þá sat Sæmundur í þorrablótsnefnd.