Snóksdalskirkja

0
2354
Snóksdalskirkja

Þar var kirkja helguð heilögum Stefáni í katólskum sið. Kirkjan, sem nú stendur, var vígð árið 1874. Hún er lítil timburkirkja með litlum turni og sönglofti með bekkjum að hluta og tekur um 80 manns í sæti. Miklar endurbætur fóru fram á kirkjunni á árunum 1975-1978.Eitt af sérkennum kirkjunnar er, að prédikunarstóllinn er uppi á altarinu.