Torfi Magnússon

0
2266
Torfi Magnússon var einn af Leikbræðrum

Torfi Einarsson var fyrsti bassi. Hann var bróðir Ástvaldar Magnússonar og var einn stofnenda Leikbræðra.

 

Minningargrein um Torfa Magnússon

Enn á ný er þar skarð fyrir skildi er einn af okkar ágætu vinum og félögum í starfsmannahópi Olíufélagsins hf. er fallinn frá. Torfi hóf störf hjá félaginu þann 11. ágúst 1969 og vann þar samfleytt í 20 ár sem deildarstjóri í bókhaldsdeild félagsins uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir um ári síðan. Hann var yfirmaður í viðskiptamannabókhaldi félagsins og var sem slíkur í stöðugu og virku sambandi við umboðsmenn og viðskiptavini félagsins um land allt, virtur og vel metinn af öllum er hann átti samskipti og viðskipti við. Hann var frábær félagi, fágaður í framkomu og sérlega ljúfur í öllum samskiptum sínum og samvinnu við starfsfólk félagsins á öllum sviðum þess. Hann leysti öll verk sín vel og fallega af hendi og nákvæmni hans og aðgæsla var til fyrirmyndar. Stjórnendur félagsins virtu hannað verðleikum og mátu hann sakir trúmennsku hans, heiðarleika og samviskusemi. Áður en Torfi hóf störf hjá Olíufélaginu hafði hannm.a. unnið hjá Flugfélagi Íslands hf. og hjá Meistarafélagi húsasmiða, en eftir að hafa stundað nám við Reykjaskóla í Hrútafirði veturna 1938-1940 og í smíðadeild Reykholtsskóla 1942-43 lauk hann kennaraprófi í smíðum frá Handíðaskólanum í Reykjavík. Hann var þúsundþjalasmiður, fjölhæfur hagleiksmaður og völundur á hvað sem er.

Aðaláhugamál Torfa auk handverka og trésmíði var tónlist. Hann var frábær söngvari og söng m.a. á árunum 1945-1955 í kvartettinum Leikbræðrum ásamt bróður sínum Ástvaldi, Friðjóni Þórðarsyni fv. ráðherra og Gunnari Einarssyni. Í gömlum leikdómi frá þessum árumer kvartettinn hafði haldið tónleikaí Gamla Bíói í Reykjavík, segir m.a. að Leikbræður væru óðum að nálgast vinsældir M.A. kvartettsins svo ljóst er að þeir félagar hafa sungið sig inn í hjörtu okkar Íslendinga. Hann söng með Karlakór Reykjavíkur í nokkur ár en lengst starfaði hann í Langholtskirkjukórnum, sem allur mun syngja við útför hans í dag, föstudaginn 18. maí. Jón Stefánsson, núverandi stjórnandi kórsins og organisti Langholtskirkju, hefur sagt mér að Torfi hafi verið hinn leiðandi tenór kórsins. Aukþess var Torfi lengi formaður kirkjukórsins en Halldór jarðfræðingur, sonur hans, hefur nú tekið við formennskunni.

Sjúkdómur sá er varð Torfa að aldurtrega var krabbamein, hið illkynja æxli er dreift getur sér um allan líkamann og orðið hefur mörgum góðum dreng að fjörtjóni. Það er okkur samstarfsfólki og vinum Torfa harmabót nú, þá er hann er horfinn úr okkar röðum til hins fyrirheitna lands, að á Íslandi starfar öflugt félag er lætur ekki deigan síga í baráttunni „Til sigurs“ gegn þessum sjúkdómi. Krabbameinsfélags Íslands hefur náð þeim framúrskarandi árangri með stuðningi og frjálsum framlögum einstaklinga, félaga og fyrirtækja, að Íslendingar eru nú meðal fremstu þjóða heimsí forvörnum gegn krabbameini. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa við undirbúning og framkvæmd þjóðarátaksins gegn krabbameini 1990 og getur hannekki annað en dásamað undirtektir fólksins og skilning þess á málefnum krabbameinsfélagsins er við knúðum á dyr hjá fólkinu og báðum um stuðning við félagið í nýafstöðnu þjóðarátaki gegn þessum alvarlega sjúkdómi.

Eins og fram mun koma í annarri minningargrein í blaðinu í dag fæddist Torfi í Miðhúsum, Bæjarhreppi, Strandasýslu, en ólst upp á Kjarlaksvöllum og síðar FremriBrekku í Saurbæ í Dalasýslu þarsem hann bjó í foreldrahúsum uns hann hóf nám sitt í áðurnefndum skólum og starfsferillinn hófst. Faðir hans, Magnús, andaðist í ágúst 1958 en móðir hans, Ragnheiður, er á lífi og dvelst á Elliheimilinu Grund 94 ára gömul.

Við, samstarfsfólk hjá Olíufélaginu, vottum Ernu, konu hans, og börnunum, Halldóri, Ragnheiði, Láru, Ásthildi og Ernu, sem öll eru búsett í Reykjavík, móður hans og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að hugga þau og blessa.

Genginn er góður drengur sem ekki mátti vamm sitt vita, orðheldinn og prúður maður, sem aldrei lastaði né hallmælti neinum og „lét aldrei baktal, agg né spott í orðum sínum finnast“ (V.B.).

Blessuð sé minning hans.

F.h. samstarfsfólks

hjá Olíufélaginu hf.,

Árni Kr. Þorsteinsson.