Anna Lísa snappar

0
1950
Af facebook síðu Önnu Lísu

Anna Lísa Hilmarsdóttir er sannkallaður Dalamaður eða Dalakona. Anna Lísa býr í dag á bænum Refsstöðum í Borgarfirði en áður bjó hún á Sleggjulæk sem hún á einnig í dag en þar býr tengdamóðir hennar.

Sambýlismaður Önnu Lísu er Dalamaðurinn Brynjar Bergsson en hann á ættir að rekja til Kvennabrekku þar sem afi hans, Eggert Ólafsson var sóknarprestur. Anna Lísa og Brynjar eru stórbændur og halda kúabú á bænum Refsstöðum en tengdamóðir Önnu Lísu er með sauðfé á jörðinni Sleggjulæk sem fyrr segir.

Það verður skemmtilegt að fylgjast með Önnu Lísu og vonandi kemur hún á snappið okkar sem fyrst aftur.