Ferðalangar í Búðardal

0
2853

Í dag mátti sjá skemmtilega samsettan hóp í fjörunni í Búðardal. Þar voru saman þrír drengir, ein álft og þrjár gæsir.

Fuglarnir voru mjög gæfir og leyfðu strákunum að koma ansi nálægt sér. Þeirri sem ritar frétt þessa þótti fuglahópurinn heldur kunnulegur og sendi Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld skilaboð með mynd af hópnum og spurði hvort hún kannaðist ekki við hann.
Hún Rebecca kannaðist heldur betur við hópinn sinn enda búin að fóstra fuglana í allt sumar.

Álftin sem ber nafnið Eggert Svanur Pjakksson kom í Dýragarðinn á Hólum frá Borgarnesi og gæsirnar þrjár sem oft eru kallaðar Ripp, Rapp og Rupp komu til þeirra frá Hólmavík. Áttu þeir allir sameignlegt að vanta umönnun og gott heimili og hafa þeir svo sannarlega haft það gott á Hólum.

Ævintýraþráin greinilega farin að kítla fuglana og því hafa þeir skellt sér í örlítið ferðalag.

Rebecca biður fólk góðfúslega um að gefa fuglunum ekki að borða enda fái þeir nóg að borða heima fyrir.