Nú er farið að dimma og í Búðardal er dagsbirtan ekki nema um sex klukkustundir á sólarhring á þessum tíma. Þetta þýðir að börn sem og fullorðnir eru mikið á ferðinni í myrkri og þá er mikilvægt að sjást vel.
Slysavarnardeild Dalasýslu fór í vikunni og gaf öllum börnum á bæði leikskóla- og grunnskólastigi Auðarskóla endurskinsmerki til að festa á töskur eða útiflíkur. Félagar fóru einnig yfir mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki og leiðir til að sjást betur í myrkrinu.

