Dalamaður í hálendisgæslu

0
2119

Dalamaðurinn Guðmundur Guðbjörnsson frá Magnússkógum mun verða við hálendisgæslu á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar næstu daga og ætlar hann að lofa Dalamönnum og landsmönnum öllum að fylgjast með í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Guðmundur mun snappa í gegnum Dalamannasnappið og verður fróðlegt að sjá frá störfum hans og félaga hans í Björgunarsveitinni Ársæli á hálendi Íslands nú þegar ferðamannatímabilið stendur sem hæst.

Guðmundur og félagar munu verða á svæðinu í kringum Landmannalaugar og á Fjallabaki, en hægt verður að fylgjast með Guðmundi á Snapchat sem fyrr segir undir notendanafninu: dalamenn

Guðmundur er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og starfar hjá fyrirtækinu Micro ryðfrí smíði ehf, en það fyrirtæki á tengingu í Dalina. Ásamt vinnu sinni er Guðmundur virkur meðlimur hjá Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík sem fyrr segir.