Neyðarkerra RKÍ komin í Búðardal

0
2109
F.v. Atli Örn K.Gunnarsson, Sigurður Pétur Harðarsson, Jónas Fjeldsted og Hlöðver Ingi Gunnarsson
Jónas formaður prófar einn af 30 „beddum“ sem eru í neyðarkerrunni

Laugardaginn 10.september síðastliðinn komu fulltrúar Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) færandi hendi í Dalina þegar deild RKÍ í Búðardal fékk afhenta svokallaða neyðarkerru.

Neyðarkerran inniheldur allan mikilvægasta búnað til að starfrækja fjöldahjálparstöð með gistingu fyrir 30 manns fyrsta sólarhringinn í neyðaraðgerðum en meðal annars eru 30 beddar og teppi í kerrunni.

Það voru þeir Sigurður Pétur Harðarson og Atli Örn Konráð Gunnarsson sem afhentu kerruna fyrir hönd RKÍ en þeir Jónas Már Fjeldsted formaður og Hlöðver Ingi Gunnarsson meðstjórnandi sem sáu um að taka á móti neyðarkerrunni fyrir hönd RKÍ í Búðardal en kerran mun verða geymd í húsnæði Björgunarsveitarinnar Óskar í Búðardal.

Ef smellt er á slóðina hér fyrir neðan má kynna sér nánar deild RKÍ í Búðardal.

Rauði krossinn í Búðardal