Undirskriftasöfnuni – afhending áskorunar

0
1260

sitelogo-312x77Nú líður að lokum undirskriftasöfnunarinnar hér á Búðardalur.is en stefnt er að því að afhenda Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra undirskriftirnar næstkomandi mánudag 14.febrúar um klukkan 10:45 í gamla Dómsmálaráðuneytinu í Skuggasundi.

Í framhaldi af því eða um klukkan 11:00 mun svo sveitarstjórn Dalabyggðar eiga fund með ráðherra þar sem rætt verður um þá ákvörðun Sýslumannsins í Borgarnesi að leggja niður EINA stöðugildi lögreglumanns í Dalabyggð.

Þeim sem stutt hafa þetta málefni hér með því að rita nafn sitt og kennitölu undir þessa áskorun eru færðareinlægar þakkir fyrir og er það von okkar sem að þessari undirskrfitasöfnun stöndum að þessi áskorun megi verða til þess að innanríkisráðherra beiti sér fyrir því að Dalabyggð haldi sínum EINA lögreglumanni í Búðardal ásamt lögregluvarðstöð og lögrelgubifreið.

Þrátt fyrir bágan fjárhag Sýslumannsembættisins í Borgarnesi má það ekki bitna á almennum mannréttindum og öryggistilfinningu Dalamanna og nærsveitunga.

Áfram veginn undir Dalanna sól.

F.h. undirskriftasöfnunar
Sigurður Sigurbjörnsson, Dalamaðursitelogo-312x77