Sunnudagur, 4 Desember 2016

Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 04. október 2016 00:00

skogarstrondslys
Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun:
Hinn mikilvægi vegarkafli milli Dalabyggðar og Snæfellsnes er nefnist Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur um Skógarströnd nr.54) hefur lengi setið á hakanum þegar kemur að fjárveitingu til viðhalds og uppbyggingar. En nú lítur út fyrir að breyting muni verða á.

Það kemur þó ekki endilega til af góðu en Skógarstrandarvegur hefur undanfarið verið talsvert í fréttum þegar kemur að umferðaróhöppum og slysum sem aðallega má rekja til aukinnar umferðar ferðamanna á svæðinu sem óvanir eru íslenskum holóttum sveitavegum.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01. nóvember 2016 16:05
Nánar...
 

erps

Flugvél í miklu lágflugi yfir Búðardal Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 02. maí 2016 15:04

13122861 1183061785060535 3919778391981295251 o

Íbúar Búðardals eru ekki vanir mikilli flugumferð í nálægð við þorpið þó stöku sinnum sjáist ein og ein flugvél á sveimi. Síðastliðinn laugardag þann 30.apríl hrukku þó nokkrir íbúar við þegar flugvél var flogið í miklu lágflugi yfir þorpið.

Flugvélinni var flogið til norðurs í átt að verslun Samkaupa við Vesturbraut og má sjá á einni af meðfylgjandi ljósmyndum hvar flugvélin ber við þak Mjólkurstöðvarinnar. Flugvélinni var síðan flogið yfir Auðarskóla í Búðardal og þaðan til vesturs út á Hvammsfjörð. Mun flugvélin síðan hafa sést lenda á flugvellinum á Kambsnesi.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Ingibjörg Jóhannsdóttir.

Árið 2014 fékk vefurinn sendar ljósmyndir sem teknar voru af flugvél í lágflugi við Búðardal en sú flugvél var með heimild til lágflugs vegna selatalninga en ekki er vitað hvort þessi vél var í einhverju sérstöku verkefni með heimild til lágflugs: Sjá gömlu fréttina hér

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 03. maí 2016 07:42
Nánar...
 
Yfir 70% vega í Dalabyggð eru malarvegir (RÚV) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 21. apríl 2016 02:02

Dráttarvélar Sigurbjörns Sigurðssonar á Vígholtsstöðum

Í viðtali við Svein Pálsson sveitarstjóra Dalabyggðar á vef Ríkisútvarpsins kemur fram í frétt þann 19.apríl að yfir 70% vega í Dalabyggð séu malarvegir. 

Þar er þess getið að umferð um Vesturland undanfarin ár hafi aukist og Snæfellsnes og Dalir séu að auka vinsældir sínar sem áfangastaður ferðamanna.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 21. apríl 2016 03:04
Nánar...
 
Útkall hjá Björgunarsveitinni Ósk í kvöld Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 04. febrúar 2016 23:58

12647486 222909778048563 6272182131149154443 n

Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð fékk útkall í kvöld vegna konu sem sat föst í bíl sínum móts við bæinn Túngarð í Flekkudal á Fellsströnd.

Að sögn björgunarsveitarmanna var bifreiðin í raun ekki föst heldur sá konan ekki út úr bílnum sökum lélegs skyggnis og vissi þar af leiðandi ekki hvar hún var.

Konunni var komið til bjargar, snúið við og komið í skjól.

Að sögn björgunarsveitarmanns hvar mikill bylur í Dölum í kvöld og skyggni nánast ekkert á köflum. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar af Sigurði Bjarna Gilbertssyni og Viðari Þór Ólafssyni björgunarsveitarmönnum.

Síðast uppfært: Föstudagur, 05. febrúar 2016 00:14
Nánar...
 
Engin lögregla í Dölum þegar brann í Saurbæ Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 01. febrúar 2016 19:52

20140802 131640

Töluvert hefur verið rætt um viðbrögð lögreglu í Borgarfirði og Dölum eftir atburði helgarinnar. Engin lögregla var í Dölum þegar eldur kom upp á Hótel Ljósalandi í Saurbæ ef marka má vef Ríkisútvarpsins í dag en þar var slegið upp fyrirsögninni "Engin lögregla í Búðardal þegar brann" .

Þar er rætt um að lögreglan hafi ekki verið komin á staðinn þegar tilkynnt hafi verið um umræddan eld þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ólæti við hótelið hálftíma fyrr. Ástæðan sé sú að lögreglan á Vesturlandi komi úr Borgarnesi yfir í Dali sem sé um klukkutíma akstur. Þó sé lögreglan með starfsstöð í Búðardal, sem sé í um 20 mínútna akstursfjarlægð, en hún hafi ekki verið mönnuð þessa nótt. Þetta kemur fram eins og fyrr segir á vef RÚV.

Síðast uppfært: Mánudagur, 01. febrúar 2016 20:23
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is